25. maí 2006

alltaf að fikta...


Mummi í fikti
Originally uploaded by Anna Margrét.
var að fikta með þessa mynd í photoshop...hef reyndar ekki glóru um hvað ég var að gera þarna...en fannst þetta koma skemmtilega út...hægt að sjá "eðlilegri" útgáfu á flickrsíðunni...jebbídíjebb..

annars er mest lítið að frétta...lífið gengur sinn vanagang...miðað við að það er sumar...leikskóli hjá prinsessunni...vinna hjá kallinum...og sumarvinna hjá mér...er búin að vera á næturvöktum undanfarið og það er að ganga bara ágætlega...og ég sem get ekki einu sinni haldið mér vakandi í bíó!!!

jæja...ætla að fara og grilla...jömmí

12. maí 2006

Loksins búin í prófum!


110506-(120)
Originally uploaded by Anna Margrét.
jebb...þá er törnin loksins búin í bili og við tekur yndisleg vinna...já...eða þannig...

ég er búin að fá úr tvemur prófum...lífeðlisfræði og fósturfræði og ég massaði það með sjöum...og þá er bara að bíða og sjá með hitt...spennandi...

nú er dótlan mín byrjuð á leikskóla...eins og allir vita sem eru með mig á msn hjá sér...ehemm...aðlögunin gengur bara furðuvel...reyndar dálítið erfitt í hvíldinni í dag...hún var allavega sátt með að sjá mig og ömmu sína ;o)

ég er alltaf að sjá það betur og betur að kötturinn hann mummi (fjölskyldukötturinn) er í smá tilvistarkreppu...hann veit ekki hvort hann sé köttur eða hundur...já eða mús ef út í það er farið...hann malar eins og köttur...leikur sér eins og hundur og étur ost! svo í gær þegar ég fór til mömmu að læra þá kom hann með og það er ekki í fyrsta skipti sem hann eltir okkur þegar við förum eitthvað labbandi...nema það að hann var heima hjá mömmu allan þann tíma sem ég var þar og svo um tíu þegar ég lagði af stað heim þá elti hann mig bara...og alla leið heim!

jæja...ætla að drífa mig í sturtu og svo verður eitthvað skemmtilegt gert í kveld...


kannski að taka það fram að þessi ægifagra mynd var tekin í gærkvöldi þegar ég var á leiðinni heim eftir próflestur hjá mömmu...