24. maí 2008

á spáni er gott að djamma og djúsa...

...diskótekunum á...jamm nú er gulli farinn út til spánar með vodafone...efast reyndar um að hann fari mikið á diskótek...en hann á örugglega eftir að djamma og djúsa...

ég er því ein í kotinu með krakkana...fer í verknám á morgun og þá fara þau til kollu...emilía að sjálfsögðu spennt...svo verðum við nú að vera alvöru íslendingar og halda júróvíjónpartí...emilía líka spennt yfir því...hún syngur hástöfum núna this is my life...eina línan sem hún kann í þessu lagi...og ég líka hehe

...jæja búin að lofa mér í búðarleik með pæjunni

19. maí 2008

sparkírass

jæja...kem með smá rollu núna...jafnvel þótt ég hafi engan tíma í þetta núna...nóg að gera í verknáminu...verð að segja það að ég vildi heldur bara vera að dúlla mér með honum benedikt...já drengurinn fékk nafnið benedikt einar við hátíðlega athöfn þann 22. mars síðastliðin...svona fyrir þá sem ekki vita...

ég klára verknámið núna um mánaðarmótin og þá ætla ég í laaaaangþráð fæðingarorlof...mikið hlakka ég til...þessa dagana er ég í verknámi upp á geðdeild...soldið strembið en er svona að komast í gírinn...var ég búin að segja hvað ég hlakka til þegar þetta er búið ;o)

...í júní ætlum við svo að skella okkur út úglanda...danmerkur nánar tiltekið...emilía er svakalega spennt...já og ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég er líka spennt....en mig langar meira út...híhí...langar að fara með söndru til minníappólís...mmm...búðirnar...já og bara þetta gígantíska mall...væri alveg til í að skella mér...auglýsi hér með eftir lottovinning!

...jæja...ætla að drífa mig í háttinn...góða nótt góðir hálsar.