22. ágúst 2008

gaman ad vera islendingur

...já og búa á stórasta landi í heimi!

...nú er ég búin í prófum...kláraði próf númer tvö í dag...mikill léttir...annars er ég búin að vera bara heima hjá mömmu að læra...gulli ákvað að mála stofuna og svo ætlar hann að rífa parketið af og setja nýtt...ætli ég verði ekki að hjálpa honum nú þegar ég hef ekki lengur þá afsökun að vera að læra...

heima hjá mömmu heyrði ég aðeins í útvarpi sögu...mikið er skemmtilegt fólkið sem þangað hringir...ein kona hringdi í fyrradag já og með ansi skemmtilega pælingu...hún talaði um það að pöddur ættu það til að sjúga úr okkur blóð...ja...eða lífefnavökva sem ætti þátt í að stjórna því hvernig við hugsum...því það væri víst sannað...að hugsanir eru ekkert annað en lífefni...nú og þegar pöddurnar sjúga þennan lífefnavökva...það er vökvann sem stjórnar því hvernig við hugsum...eru þær þá ekki komnar með hæfileikan til að stjórna þessum lífefnavökva...og þar með hvernig við hugsum??? og þar sem að pöddurnar eru svo vondar að þá eru þær líklegast að stjórna því þegar við gerum eitthvað slæmt...akkúrat...þannig að ef ég geri nú eitthvað af mér og lendi í djúpum...þá kenni ég nú bara pöddunum um...og hana nú!