30. júlí 2006

mest lítið í fréttum...


Emilía á gangi
Originally uploaded by Anna Margrét.
...en samt ákvað ég að koma með fréttir...eða þannig...nú er sumarfríið næstum búið hjá feðginunum...þau byrja aftur í vinnu og leikskóla á morgun...mitt sumarfrí er "löngu" búið...

hef svakalega lítið að segja en vildi bara láta vita af nýjum myndum í safninu fyrir þá sem vilja kíkja á það...

25. júlí 2006

kominn tími á fréttir???


Óskýr fótbolti
Originally uploaded by Anna Margrét.
...jæja langþráða ferðalagið búið og sumarfríið að verða búið...úff alltof fljótt að líða...ljósi punkturinn er sá að skólinn fer að byrja og já...ég er búin að dobbla mömmu og pabba til að versla fyrir mig myndavél í fríhöfninni en þau eru að fara út fjórða ágúst...jibbí

...annars fór ferðalagið á svolítinn annan veg en ætlað var...skódiljóti bilaði og ekki er víst hvað sé að honum...en hann er nú ökufær druslan...en sen betur fer gat hann pabbi lánað mér honduna sína þannig að við erum ekki alveg bíllaus...

skrapp á fótboltaleik um daginn og tók þessa...það er nú bara gaman að reyna að mynda fótbolta...verst ég var með vélina stillt á of hátt iso og þessi vél er ekki að höndla það neitt voða vel...passa mig á því næst...hehe

eyddum megninu af ferðalaginu okkar í búðardal...þar var pabbi og svo nottla toni og þá var sko myndað...þeir með hvorn sinn hlunkinn og toni með sína tröllalinsu og ég með vasavélina...já gamla vélin hans pabba var eins og vasavél við hliðina á þessum alvöru...hehe

jæja...ætli þetta sé ekki nóg í bili...adios

2. júlí 2006

jamm og jæja...

...best að skutla inn fréttum af sér...búin að fara í leikhús og allt bara undanfarið...

fór með gulla á footloose og vá hvað það var skemmtilegt...komst að því að ég er soldill sökker fyrir söngleikjum og ég tala nú ekki um þegar það er dansað soldið með...en allavega já þá mæli ég með þessu ;o)

svo hittumst við gellurnar í gærkveldi og snæddum hrygg saman og spjölluðum fram eftir...við hittumst heima hjá sigrúnu maríu og þegar við vorum að leka niður úr þreytu skutlaði hún okkur heim...takk fyrir kvöldið stelpur!

...dagurinn í dag er svo búinn að vera rólegheitardagur...fengum okkur göngutúr í morgun út í búð...ég, gulli, emilía og kötturinn....já og emilía á þríhjólinu það er víst ekki hægt að fara út öðruvísi en að fara á því þessa dagana...

jæja...ætla að fara að koma mér í háttinn...verð að vinna alla virka daga í vikunni...váts maður er ekki vön því lengur....en er á morgunvakt í fyrramálið og svo næturvakt annað kvöld...fjör hjá mér