29. ágúst 2006

sumarprófið búið...

...og ég náði...fjúff...þvílíkur léttir ;o)

það var svaka partý hérna á laugardaginn...hele familíenn hittist og skoðuðu myndir sem pabbi tók í noregi...svaka fjör...enduðum kvöldið á því að panta pizzu...fimm stykki!

nú er litla daman hætt með bleyju og það gengur bara sérdeilis vel hjá henni...einstaka slys á leikskólanum í hvíldinni...en það hlýtur að hætta...hún pissar ekkert yfir nóttina...þvílíkur dugnaðarforkur þetta barn ;o)

...jæja maður ætti kannski að fara að sinna húsmæðrastörfunum...er víst solleis þangað til skólinn byrjar...það er heimavinnandi sko...

hafið það gott í dag...sem og alla hina!

17. ágúst 2006

farin að fikta...


Flower power
Originally uploaded by Anna Margrét.
...jebb...tók myndavélina með mér þegar ég rölti með emsið í leikskólann í morgun...og missti þar af leiðandi fyrirsætuna mína...þannig að ég barasta fann þetta blóm og bjó til fyrirsætu úr því...þetta er allavega fyrsta myndin sem ég er sátt með úr nýju vélinni minni...tekur nottla smá stund að læra á svona dótarí...

jæja...ég á víst að vera að læra eins skemmtilegt og það hljómar...

15. ágúst 2006

loksins loksins...

...jebb er loksins búin að fá myndavélina mína þannig að nú er bara að setjast niður og læra á hana...ehem...

er reyndar að fara í próf á þriðjudaginn þannig að ég á nú ekki eftir að hafa mikinn tíma til að lesa mér til...ja...spurning hvort fær meiri tíma prófið eða myndavélin...

annars er allt fínt í fréttum...fórum í bústað til gunnu og co um helgina með sigrúnu og co...höfðum það bara fínt í afslöppun...

jæja...bakk tú ðe búkks...