12. júní 2008

raunir húsmóður

...já eða þannig...þvottavélin sem ég fékk frá heimi bró sem hann fékk frá söndru tók upp á því að geispa golunni núna í vikunni...skemmtilegt nokk eða þannig...nú erum við gulli búin að vera að skoða þennan þvottavélamarkað og ég verð að segja að fyrir peningin sem sumar af þessum vélum eru að kosta þá kæmi mér ekker á óvart ef þær gætu sett þvottinn í sig sjálfar...brotið saman og gengið frá...þvílíkur peningur í þessu!

...mest lítið í fréttum af okkur þessa dagana...ég geri ekkert annað en að safna pissi frá honum benedikt því við erum að taka þátt í þessari brjóstagjafarannsókn...merkilegt hvað piltinum tekst að hitta út fyrir alla þessa bómullarhnoðra sem ég treð í bleyjuna hans...en við útskrifumst úr rannsókninni á sunnudaginn og þá fær litli maðurinn að borða...veit ekki hvort okkar hlakkar meira til...líklega ég þar sem að hann veit sennilega ekki af því að móðirinn er búin að ákveða að stöffa hann út af graut á sunnudaginn ;) en hann verður örugglega glaður þegar hann fær loksins mat

...það eru nú fleiri húsmóðursögur af mér því í öllu þessu þvottavélaskoðunarstandi þá festi ég kaup á svona töfrasprota slash þeytara slash mini-múlínex...nú á sko að fara að mauka ofan í litla...ætla sko að taka þetta með trompi!

ætli þetta verði ekki að duga af fréttum af mér og mínum í bili þar sem að ég ætti að fara að skríða undir sæng...jú því hann benedikt virðist enn haldinn þeim miskliningi að dagurinn byrji hálf sjö eða fyrr...ahh...geisp

4. júní 2008

fæðingarorlofssumarfrí

jæja...loksins komin í fæðingarorlofið...myndi aldrei trúa því að ég gæti í alvöru hlakkað til að fara að taka til heima hjá mér hehe....en það er allt skárra en að læra akkúrat núna...

ég skilaði verkefninu í gær og þá var þungu fargi létt...núna er bara að njóta lífsins og láta sér hlakka til að fara til danmerkur...jibbíkóla

en þar sem að ég hlakkaði svona til að fara að taka til...er þá ekki málið að halda áfram að gera það á meðan strumpurinn sefur úti í rokinu...