22. ágúst 2008

gaman ad vera islendingur

...já og búa á stórasta landi í heimi!

...nú er ég búin í prófum...kláraði próf númer tvö í dag...mikill léttir...annars er ég búin að vera bara heima hjá mömmu að læra...gulli ákvað að mála stofuna og svo ætlar hann að rífa parketið af og setja nýtt...ætli ég verði ekki að hjálpa honum nú þegar ég hef ekki lengur þá afsökun að vera að læra...

heima hjá mömmu heyrði ég aðeins í útvarpi sögu...mikið er skemmtilegt fólkið sem þangað hringir...ein kona hringdi í fyrradag já og með ansi skemmtilega pælingu...hún talaði um það að pöddur ættu það til að sjúga úr okkur blóð...ja...eða lífefnavökva sem ætti þátt í að stjórna því hvernig við hugsum...því það væri víst sannað...að hugsanir eru ekkert annað en lífefni...nú og þegar pöddurnar sjúga þennan lífefnavökva...það er vökvann sem stjórnar því hvernig við hugsum...eru þær þá ekki komnar með hæfileikan til að stjórna þessum lífefnavökva...og þar með hvernig við hugsum??? og þar sem að pöddurnar eru svo vondar að þá eru þær líklegast að stjórna því þegar við gerum eitthvað slæmt...akkúrat...þannig að ef ég geri nú eitthvað af mér og lendi í djúpum...þá kenni ég nú bara pöddunum um...og hana nú!

4. júlí 2008

komin heim frá danmörku...


Benni black and white
Originally uploaded by Anna Margrét
...og mikið var gaman þar...er búin að setja slatta af myndum inn á flickr úr ferðinni og svo er ég loksins komin með photoshop á tölvuna og get farið að fikta í myndunum...sem mér finnst alveg svakalega gaman...

...við erum eiginlega bara búin að vera að slappa af síðan við komum heim...gulli er í fríi og líka skvísan...ætlum jafnvel að skreppa í nauthólsvíkina á morgun ef siggi stormur segir satt...

...ég ætla að koma emilíu í háttinn og skrifa því meira seinna...kem kannski með ferðasöguna úr þessari skemmtilegu ferð

12. júní 2008

raunir húsmóður

...já eða þannig...þvottavélin sem ég fékk frá heimi bró sem hann fékk frá söndru tók upp á því að geispa golunni núna í vikunni...skemmtilegt nokk eða þannig...nú erum við gulli búin að vera að skoða þennan þvottavélamarkað og ég verð að segja að fyrir peningin sem sumar af þessum vélum eru að kosta þá kæmi mér ekker á óvart ef þær gætu sett þvottinn í sig sjálfar...brotið saman og gengið frá...þvílíkur peningur í þessu!

...mest lítið í fréttum af okkur þessa dagana...ég geri ekkert annað en að safna pissi frá honum benedikt því við erum að taka þátt í þessari brjóstagjafarannsókn...merkilegt hvað piltinum tekst að hitta út fyrir alla þessa bómullarhnoðra sem ég treð í bleyjuna hans...en við útskrifumst úr rannsókninni á sunnudaginn og þá fær litli maðurinn að borða...veit ekki hvort okkar hlakkar meira til...líklega ég þar sem að hann veit sennilega ekki af því að móðirinn er búin að ákveða að stöffa hann út af graut á sunnudaginn ;) en hann verður örugglega glaður þegar hann fær loksins mat

...það eru nú fleiri húsmóðursögur af mér því í öllu þessu þvottavélaskoðunarstandi þá festi ég kaup á svona töfrasprota slash þeytara slash mini-múlínex...nú á sko að fara að mauka ofan í litla...ætla sko að taka þetta með trompi!

ætli þetta verði ekki að duga af fréttum af mér og mínum í bili þar sem að ég ætti að fara að skríða undir sæng...jú því hann benedikt virðist enn haldinn þeim miskliningi að dagurinn byrji hálf sjö eða fyrr...ahh...geisp

4. júní 2008

fæðingarorlofssumarfrí

jæja...loksins komin í fæðingarorlofið...myndi aldrei trúa því að ég gæti í alvöru hlakkað til að fara að taka til heima hjá mér hehe....en það er allt skárra en að læra akkúrat núna...

ég skilaði verkefninu í gær og þá var þungu fargi létt...núna er bara að njóta lífsins og láta sér hlakka til að fara til danmerkur...jibbíkóla

en þar sem að ég hlakkaði svona til að fara að taka til...er þá ekki málið að halda áfram að gera það á meðan strumpurinn sefur úti í rokinu...

24. maí 2008

á spáni er gott að djamma og djúsa...

...diskótekunum á...jamm nú er gulli farinn út til spánar með vodafone...efast reyndar um að hann fari mikið á diskótek...en hann á örugglega eftir að djamma og djúsa...

ég er því ein í kotinu með krakkana...fer í verknám á morgun og þá fara þau til kollu...emilía að sjálfsögðu spennt...svo verðum við nú að vera alvöru íslendingar og halda júróvíjónpartí...emilía líka spennt yfir því...hún syngur hástöfum núna this is my life...eina línan sem hún kann í þessu lagi...og ég líka hehe

...jæja búin að lofa mér í búðarleik með pæjunni

19. maí 2008

sparkírass

jæja...kem með smá rollu núna...jafnvel þótt ég hafi engan tíma í þetta núna...nóg að gera í verknáminu...verð að segja það að ég vildi heldur bara vera að dúlla mér með honum benedikt...já drengurinn fékk nafnið benedikt einar við hátíðlega athöfn þann 22. mars síðastliðin...svona fyrir þá sem ekki vita...

ég klára verknámið núna um mánaðarmótin og þá ætla ég í laaaaangþráð fæðingarorlof...mikið hlakka ég til...þessa dagana er ég í verknámi upp á geðdeild...soldið strembið en er svona að komast í gírinn...var ég búin að segja hvað ég hlakka til þegar þetta er búið ;o)

...í júní ætlum við svo að skella okkur út úglanda...danmerkur nánar tiltekið...emilía er svakalega spennt...já og ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég er líka spennt....en mig langar meira út...híhí...langar að fara með söndru til minníappólís...mmm...búðirnar...já og bara þetta gígantíska mall...væri alveg til í að skella mér...auglýsi hér með eftir lottovinning!

...jæja...ætla að drífa mig í háttinn...góða nótt góðir hálsar.

7. febrúar 2008

ég er engan veginn að standa mig

ekki sú duglegasta að blogga...viðurkenni það fúslega en hér með bæti ég úr því...

lítið í fréttum...er bara í mömmuleik og leik líka húsmóður svona við tækifæri...já og svo er ég víst í skólanum líka...bara nóg að gera

annars erum við gulli búin að horfa á 7 ár af gilmore girls núna á stuttum tíma...tókum nett maraþon yfir jólin en erum búin að vera í gilmorepásu undanfarið...svo erum við að klára seinustu seríuna núna og erum bara komin í jólaskap

jæja..ætla að horfa á þáttinn