22. júní 2006

labbitúr dauðans...


Skvísan
Originally uploaded by Anna Margrét.
...ég og mamma fórum í bæinn í dag...þurfti að láta gulla fá bílinn upp úr hádegi og bauð mömmu með mér því hún er að svipast um eftir sófaborði...þannig að við löbbuðum úr síðumúlanum upp og niður grensásveginn og þaðan niður í skeifu...já og þar út um allt bara og enduðum svo á að taka leigubíl heim...

náði svo í emilíu á leikskólann og við fórum og krítuðum parís og lékum okkur aðeins í parís...þessi mynd er einmitt tekin af skvísunni í parís...hún var sko alveg með það á hreinu hvernig þetta virkar...fyrst hendir maður steininum og svo hoppar maður...hehe

annars er hún emilía með heilan sandkassa í hárinu núna...fór í bað og gjörsamlega tapaði sér þegar ég var að reyna að skola úr...það fór fullt í baðið en samt er hellingur eftir...reyni að greiða það út í fyrramálið...

við skötuhjúin erum að horfa saman á smallville frá upphafi...ég hélt þetta væru miklu eldri þættir en þetta er bara síðan 2001....skrítið hvernig tíminn virðist stundum líða hægt og stundum hratt...

já og fyrir ykkur sem ekki föttuðuð það þá er þessi treiler sem ég talaði um um daginn eitthvað bull sem ég bjó til...er að spá í að leggja þetta fyrir mig...það er að verða handritshöfunudur eða leikstjóri...harhar

jæja...ætla að góna á þáttinn...

20. júní 2006

The Tommi Saga...

var að sjá flottan treiler af stærstu sumarmyndinni núna...ég ætla pottþétt að sjá þessa þegar hún kemur í bíó...hver vill koma með mér???

...jæja...draslið tekur sig ekki til sjálft...

19. júní 2006

helgin og fleira...


Brunahani
Originally uploaded by Anna Margrét.
...það var sko gaman um helgina...rósa var gæsuð og heppnaðist dagurinn og kvöldið þrusuvel...

ég er að fara í vinnuna á eftir...ekki alveg í vinnustuði eftir svona skemmtilegt helgarfrí...en annars er komin dagsetning á sumarfrí fjölskyldunnar...við verðum öll saman í sumarfríi frá 15. júlí til 27. júlí...en feðginin taka lengra...eða sko þau byrja fyrr...jebbídíjebb...

13. júní 2006

óli prik...

þetta finnst mér fyndið...hehe

11. júní 2006

samtal...

hún: mér finnst að mæður eigi að vera heima hjá börnum sínum
ég: já ég er sammála því en það er erfitt að lifa á tekjum eins nú til dags
hún: áttu börn
ég: já eina stelpu
hún: og þú getur ekki verið heima hjá henni allan daginn
ég: nei...enda hefur hún nú gott af því að umgangast önnur börn
hún: ég man að mamma mín var nú alltaf heima og hún fór einu sinni á ári eitthvað og var þá í einn dag
ég: tímarnir breytast og mennirnir með...já eða eitthvað á þá leið...
hún: já þeir gera það...en áttu börn???

já...það er nú þannig...merkileg samtöl sem maður getur átt þegar maður eldist...

...en já ég er heima...veik...enn þá...gulli að hressast og emsið næstum hresst...þetta er allt að koma...allavega hjá öllum nema mér..uhu

annars hef ég nú lítið að segja...lítið merkilegt að frétta þessa dagana...merkilegt reyndar hvað það verður allt í drasli þegar maður er svona mikið heima...lesist: þegar emilía er svona mikið heima...hehe...hún á endalaust af dóti barnið og af hverju þarf hún að leika með það allt í einu...og svo ef maður ætlar að vera góð fyrirmynd og taka til og hvetja hana til að taka til með sér þá fær maður bara að heyra...æjj nei ég nenni því ekki...getur þú ekki bara gert það??? úff þetta barn...

svo er kötturinn reyndar ekki mikið skárri...hann fer á veiðar á nóttunni...já hann er sko veiðiköttur...man ekki hvort ég hafi sagt frá því áður en hann veiðir ekki fugla...ekki mýs...ekkert lifandi...nei hann veiðir rusl og kemur svo stoltur með það inn...rotnaðar svalafernur....plast utanaf grillkjöti...og bara ef það er rusl þá kemur hann með það inn...svo ef ég tek það og hendi því út þá stekkur hann á eftir því og kemur aftur með það!!!

...júbbs...held að þetta sé lengsta blogg sem ég hef skrifað...það er offisjalt...mér leiðist!

kannski skemmtilegra að hafa það með að loksins eru einkunnirnar búnar að skila sér og haldiði að kellan hafi ekki bara massað þetta allt...sumt með meiri glæsibrag en annað...ehemm...

já og koma svo...vil fá komment!

7. júní 2006

nappi ekki nappa!!!

...nappaði þessu af síðunni hennar unu og þetta ætti ekki að koma neinum á óvart...harhar

You Belong in London

You belong in London, but you belong in many cities... Hong Kong, San Francisco, Sidney. You fit in almost anywhere.
And London is diverse and international enough to satisfy many of your tastes. From curry to Shakespeare, London (almost) has it all!

6. júní 2006

í veikindaleyfi...


Emilía með kókómjólk
Originally uploaded by Anna Margrét.
...við pæjurnar erum heima í veikindaleyfi...emilía er með hita en að öðru leiti mjög hress held ég bara...vildum bara halda henni heima til að vera on ðe seif sæd...það er víst betra...

annars er ég á fullu að vinna þessa dagana...er loksins búin að fá allar einkunnirnar...já nema eina sem ég er nokkuð viss um að sé yfir lágmarkinu...en þetta kom allt saman vel út...

þessi mynd af prinsessunni er tekin út í "garðinum" okkar...þetta eru trén við hamarinn í hafnarfirði en það vill svo heppilega til að þau eru næstum í bakgarðinum okkar ;o)