18. apríl 2006

komin með dellu...


170406 (22)
Originally uploaded by Anna Margrét.
....jebb þið heyrðuð rétt...ég er komin með dellu...búin að smitast af familíunni...og dellan er myndavéladella...eða kannski réttara sagt ljósmyndadella...annars er þetta della á vægu stigi enn þá og er það líklegast vegna þess að ég kann ekkert að taka myndir...er bara að fikta og prófa...er nottla með eina stórglæsilegustu fyrirsætu landsins fyrir framan nefið alla daga ;o)

...stefnan er að versla sér "alvöru" myndavél en hann karl faðir minn var svo elskulegur að lána mér sína fínu myndavél þar sem að hann var að fjárfesta í einni alvöru sjálfur...ekki það að þessi vél sem ég er með í láni hjá honum sé eitthvað slæm....það er sko fínasta vél ;o)

jæja...best að koma sér í tiltektina svo ég geti náð í emilíu á eftir með góða samvisku...já og gleðilega páska og allt það!

...er að prófa að setja inn mynd með blogginu...þið afsakið ef þetta virkar ekki...hmm...er það ekki???

Engin ummæli: