15. febrúar 2006

leti á háu stigi...

...já eða á ég kannski að segja þreyta...var inni með emilíu að fá hana til að fara að sofa og haldið að ég hafi ekki bara sofnað líka...var eiginlega ekkert þreytt þegar ég fór inn...geisp...

...er að horfa á bílahokkí...með yaris bílum...svakalega spennandi...huges pökkur og klesstir bílar eins og beljur á svelli...meira bullið sem hann gulli minn horfir á...já og meira bullið sem þessum bílaáhugamönnum dettur í hug...

...ég vildi að það væri kominn sunnudagur...þetta er svo langir dagar framundan...fullt af skóla og svo slatti af vinnu um helgina...hlakka til klukkan eitt á sunnudag því þá er ég komin í helgarfrí...jibbí...helgarfrí alveg til átta á mánudagsmorgun ;o) þvílíkur lúxus....já eða þannig

vorum í verklegu í lífeðlisfræði í dag...okkur var treyst fyrir helming af rottuþind og rottulegi...fengum að gefa þindinni straum í tíma og ótíma og svo fengum við að hella allskonar lyfjan...og ólyfjan út í lausnina með leginu...svo er þetta svo tæknilegt að við sáum bara áhrifin á tölvuskjá...svo er það leiðinlega...munnleg skýrsla og krossapróf í næstu viku...eða þar næstu...jæks

veistu...þessir menn í þessum þætti sem hann gulli er að horfa á eru ekki í lagi...nú eru þeir á skíðastökkpallinum í lillehammer...þú veist...þarna ólympíuleikarnir 1992 eða eitthvað...og þeir eru að fara að láta reyna á það hvernig fer fyrir austin mini á þessum stökkpalli...en þeir hafa nú vit á því að setja ekki ökumann í hann....jú því annars myndi hann deyja...þetta eru nú meiri trúðarnir...

jæja...ætli ég drífi mig ekki bara í bælið...langur dagur framundan...já eða dagar...geisp

Engin ummæli: