11. júní 2006

samtal...

hún: mér finnst að mæður eigi að vera heima hjá börnum sínum
ég: já ég er sammála því en það er erfitt að lifa á tekjum eins nú til dags
hún: áttu börn
ég: já eina stelpu
hún: og þú getur ekki verið heima hjá henni allan daginn
ég: nei...enda hefur hún nú gott af því að umgangast önnur börn
hún: ég man að mamma mín var nú alltaf heima og hún fór einu sinni á ári eitthvað og var þá í einn dag
ég: tímarnir breytast og mennirnir með...já eða eitthvað á þá leið...
hún: já þeir gera það...en áttu börn???

já...það er nú þannig...merkileg samtöl sem maður getur átt þegar maður eldist...

...en já ég er heima...veik...enn þá...gulli að hressast og emsið næstum hresst...þetta er allt að koma...allavega hjá öllum nema mér..uhu

annars hef ég nú lítið að segja...lítið merkilegt að frétta þessa dagana...merkilegt reyndar hvað það verður allt í drasli þegar maður er svona mikið heima...lesist: þegar emilía er svona mikið heima...hehe...hún á endalaust af dóti barnið og af hverju þarf hún að leika með það allt í einu...og svo ef maður ætlar að vera góð fyrirmynd og taka til og hvetja hana til að taka til með sér þá fær maður bara að heyra...æjj nei ég nenni því ekki...getur þú ekki bara gert það??? úff þetta barn...

svo er kötturinn reyndar ekki mikið skárri...hann fer á veiðar á nóttunni...já hann er sko veiðiköttur...man ekki hvort ég hafi sagt frá því áður en hann veiðir ekki fugla...ekki mýs...ekkert lifandi...nei hann veiðir rusl og kemur svo stoltur með það inn...rotnaðar svalafernur....plast utanaf grillkjöti...og bara ef það er rusl þá kemur hann með það inn...svo ef ég tek það og hendi því út þá stekkur hann á eftir því og kemur aftur með það!!!

...júbbs...held að þetta sé lengsta blogg sem ég hef skrifað...það er offisjalt...mér leiðist!

kannski skemmtilegra að hafa það með að loksins eru einkunnirnar búnar að skila sér og haldiði að kellan hafi ekki bara massað þetta allt...sumt með meiri glæsibrag en annað...ehemm...

já og koma svo...vil fá komment!

Engin ummæli: