22. júní 2006

labbitúr dauðans...


Skvísan
Originally uploaded by Anna Margrét.
...ég og mamma fórum í bæinn í dag...þurfti að láta gulla fá bílinn upp úr hádegi og bauð mömmu með mér því hún er að svipast um eftir sófaborði...þannig að við löbbuðum úr síðumúlanum upp og niður grensásveginn og þaðan niður í skeifu...já og þar út um allt bara og enduðum svo á að taka leigubíl heim...

náði svo í emilíu á leikskólann og við fórum og krítuðum parís og lékum okkur aðeins í parís...þessi mynd er einmitt tekin af skvísunni í parís...hún var sko alveg með það á hreinu hvernig þetta virkar...fyrst hendir maður steininum og svo hoppar maður...hehe

annars er hún emilía með heilan sandkassa í hárinu núna...fór í bað og gjörsamlega tapaði sér þegar ég var að reyna að skola úr...það fór fullt í baðið en samt er hellingur eftir...reyni að greiða það út í fyrramálið...

við skötuhjúin erum að horfa saman á smallville frá upphafi...ég hélt þetta væru miklu eldri þættir en þetta er bara síðan 2001....skrítið hvernig tíminn virðist stundum líða hægt og stundum hratt...

já og fyrir ykkur sem ekki föttuðuð það þá er þessi treiler sem ég talaði um um daginn eitthvað bull sem ég bjó til...er að spá í að leggja þetta fyrir mig...það er að verða handritshöfunudur eða leikstjóri...harhar

jæja...ætla að góna á þáttinn...

Engin ummæli: